Kveld eftir Hannes Hafstein
Fagurt er enn á friðsælu kveldi,
faðmast og kyssast loft og sær.
Himininn logar ljúfum í eldi,
ljóðar við eyra þýður blær.
Kvikar á legi kveldgeislastraumur,
hver inn í annan litur vefst,
þangað til eins og úthöggvinn draumur
eldfáður Snæfellsjökull hefst.
Stíga með hverri glitaðri gáru
glampar, sem vonir, djúpi frá.
hægt nálgast Röðull brúðklædda Báru.
Brátt þeirra varir saman ná.
Fegurðin kallar alt, sem vjer unnum,
alt, sem vjer þráum, fram í sál.
Hljóðlega streyma huldum frá brunnum
hjartnanna instu leyndarmál.
(Hannes Hafstein)