Um sólaruppkomu eftir Hannes Hafstein

Haninn galar hátt og snjalt,
heiður er risinn dagur.
Hlær í ljósi landið alt,
lögur blikar fagur.

Litið hef jeg sumarsól
sigra næturdoðann,
skýið gylla fyr sem fól
fagra morgunroðann.

Morgunsól, jeg þráði þig
þessa nóttu alla.
Fagra sól, nú sjer þú mig
sælan á þig kalla.

Mjer í hug var hulið ský,
heft af nætur doða,
en þú snerir einnig því
upp í morgunroða.

(Hannes Hafstein)