Lát engan á þjer finna eftir Hannes Hafstein

Lát engan á þjer finna,
þótt æfikjör sje þröng,
en drunga láttu linna
við ljúflega fallandi söng.
Ef glaðnar til í geði,
er gnægð um sældarföng
og ljettfleyg lyftist gleði
við ljúflega fallandi söng.