Nei, smáfríð er hún ekki eftir Hannes Hafstein

Nei, smáfríð er hún ekki
og engin skýjadís,
en enga eg samt þekki,
sem eg mjer heldur kýs.

Þótt hún sje holdug nokkud
er höndin ofursmá.
Hún er svo íturlokkuð
með æskuljetta brá.

Við eldblik augna kátra
skín andlit glatt og ljós.
Við hljóðfall ljettra hlátra
sem hrannir lyftast brjóst.

Hún er svo frjáls og ítur,
svo æskusterk og hraust,
að hver sem hana lítur,
til hennar festir traust.

Og ef jeg er með henni,
jeg eld í hjarta finn.
Það er sem blóðið brenni
og bálist hugur minn.