Grundarstígur 10 í dagblöðum undanfarinna áratuga

Þegar farið var að grúska í gömlum dagblöðum, kom fljótlega í ljós að á Grundarstíg 10 hafði verið afar fjölbreytt starfsemi, fyrir utan búsetu fastra íbúa.

Meðal þess sem finna mátti í kjallaranum um tíma, var Efnagerð Friðriks Magnússonar sem stofnsett var 1931 á Grundarstíg 10. Vöruúrvalið var fjölbreytt, m.a.

Gerduft, eggjaduft, sódaduft, (í Iausri vigt og og í pökkum). Kanel, heill og steyttur, kardemommur, heilar og steyttar, pipar, hvitur og svartur, allrahanda, múskat, negull, engifer, karryduft, kúmen, hjartasalt, sitrónudropar, vanilledropar, möndludropar, kardemommudropar, ávaxtalitur, eggjalitur, vínberjaedik, edikssýra, kjöt- og fisks-soyur, kirsuberjasaft, salatolía, salmíakspíritus, fægilögur og fl.

Vísir89Ctbl.03.04.1932_Efnagerd-Fridriks-lýsing

Efnagerðin auglýsti gjarnan af miklu kappi eins og sjá má hér fyrir neðan:

Mbl.215tbl.16.09.1933_Efnagerd-augl

Mbl.274tbl.24.11.1933_Efnagerd-Fridriks-augl

Heimildir:
Efnagerð Friðriks Magnússonar. (1932, 3. apríl). Vísir.
Evu-efnavörur. (1932, 27. júní). Alþýðublaðið, bls, 1.
Kaupum dropaglös… (1933, 16. september). Morgunblaðið.
Kaupum soyjuflöskur… (1933, 24. nóvember). Morgunblaðið.