Grundarstígur 10 í dagblöðum undanfarinna áratuga
Svo skemmtilega vill til að uppeldisfrömuðurinn og kennarinn Ísak Jónsson virðist hafa verið leigjandi á Grundarstíg 10 um tíma. Ísak var frumkvöðull á sviði menntunar yngri barna og uppeldis þeirra og jafnframt fyrsti æfingakennari í kennslu yngri barna við Kennaraskólann. Við hann er kenndur Skóli Ísaks Jónssonar eins og alþjóð veit.
Hér fyrir neðan má sjá merkilegar auglýsingar um vorskóla á vegum Ísaks, einkaskóla hans og loks auglýsir hann eftir kennsluaðstöðu.
Heimildir:
Vorskóli minn. (1929, 4. maí). Morgunblaðið, bls. 1.
Kensla. (1929, 16. september). Vísir, bls. 4.
Húsnæði. (1929, 11. september). Vísir, bls. 3.