Grundarstígur 10 í dagblöðum undanfarinna áratuga

Einn af sonum Helga Guðbrandssonar (sem eignaðist húsið að Grundarstíg 10 ásamt fjölskyldu sinni 1928), hét Sigurður. Skv. greinarkorninu hér fyrir neðan, tók hann þátt í að safna efni í Söngbók verkamanna sem líklega hefur átt að gefa út á vegum Samtaka ungra kommúnista sem staðsett voru í Hafnarstræti 18, Reykjavík. – Gaman væri að vita hvort slík bók kom út, því ekki er hægt að finna hana undir þessu nafni í Gegni, bókasafnskerfi landsmanna.

Verklýðsblaðið35tbl.09.08.1933_Söngbók-verkamanna

Heimildir:
Söngbók verkamanna. (1933, 9. ágúst). Verklýðsblaðið