Tvær vísur eftir Hannes Hafstein
Hann lék sér fyrrum laus við geig
við ljóð og söng – in beauty,
og lifði’ á ást og lindarveig
með lítils háttar útí.
Nú blæs hann þungt og bograst hann
og bölvar margri duty
og kýs sem bráðast kostinn þann
að hverfa – geiminn útí.
(Vísurnar eru úr bréfi sem Hannes skrifaði til Matthíasar Jochumsonar 26. ágúst 1899).