Þerriblaðsvísur II eftir Hannes Hafstein
Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Bjarna Thorarensens.
II
Því var þerriblað
í þegna heimi
oft í eldi hrakið
að entu starfi,
að það aldregi,
sem önnur blöð,
dugði til kamars
né kramarhúsa.
Þá var Sæmundur,
á sinni jarðreisu,
oft í urð hrakinn
út úr götu,
að hann batt eigi
bagga sína
sömu hnútum
og samferðamenn.