Þerriblaðsvísur III eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Jónasar Hallgrímssonar.

III
Þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.
Ljúft þú unir þér við það,
þurrkutetur, gljúpa blað.
Hverfur þér að hjartastað
hver einn lítill pennaflekkur,
þurrkutetur, þægðarblað,
þú, sem ástarklessur drekkur.

Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund,
yður hjá eg alla stund
uni best í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II