Þerriblaðsvísur V eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Gríms Thomsens .

Síðasti slagurinn er hans sló –
slettist á blaðið klessa.
En með blaðinu þerri þó
þurrkaði ’ann vætu þessa.
Rennvotar þerrar það rúnar.

Fyrsti slagurinn er hún sló
– strengirnir fagurt gjalla –
hestar og fé í heiði og skóg
högunum sinntu valla.
Rammar slær hún rúnar.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV