Þerriblaðsvísur IV eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Bólu-Hjálmars.

Hvar sem hnígur hortittur,
hlussum mígur ritvargur,
brátt upp sýgur blekdrekkur
bull, sem lýgur mannhundur.

Byggðir smýgur blóðþyrstur
brauð út lýgur mannhundur,
loks þó hnígur hordauður,
hans á mígur leiði hvur.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III