Þerriblaðsvísur VI eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Benedikts Gröndals.

Á himinskýjum skáldsins andi flaug
sem skrýtinn bláfugl eða apótek,
og himinljósa leiftur í sig saug
líkt eins og þerripappír drekkur blek.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V