Þerriblaðsvísur IX eftir Hannes Hafstein
Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Steingríms Thorsteinssonar.
IX
Einn þerripappír, gljúpur, grár,
hann gerir þurrt, ef bleki’ er slett.
Svo þerrar drottinn tállaus tár
og tekur burtu synda blett.
Sjá einnig:
Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII