Þerriblaðsvísur X eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Matthíasar Jochumssonar.

X
Pappír pettaði
penninn flughraði,
hljóp of hugstaði
hratt á blekvaði.
En í óðhlaði
ei varð stórskaði,
því ég þurrkaði
á þerriblaði.

Varast varg ala,
vitrum flátt tala,
margt við mey hjala,
munar-girnd svala,
egna ungs kala,
annars grip fala,
hæða hróp kvala,
hundlaus fé smala.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX