Þerriblaðsvísur XIII eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Einars Hjörleifssonar Kvaran.

XIII
Það tekur svo ákaft en öfugt við
því orði’, er á pappírinn festist,
og erfi drekkur að íslenskum sið
þess alls, sem varð blautt og klesstist.

Hann sendist áfram og syngur við.
Það svellur und fótum hans engið.
Hann drekkur nú erfi að íslenskum sið
þess alls, sem í dauðann er gengið.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X
Þerriblaðsvísur XI
Þerriblaðsvísur XII