Þerriblaðsvísur XIV eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Hannesar Hafstein sjálfs…

XIV
Ég vildi óska’ að það ylti nú blek
í ærlegum straumi yfir blaðið hjá mér,
svo ég gæti sýnt, hve mín framkvæmd er frek
og fádæma gott mitt þerriblað er.

Ég vildi óska að það yrði nú regn
eða þá bylur á Kaldadal,
og ærlegur kaldsvali okkur í gegn
ofan úr háreistum jöklasal.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X
Þerriblaðsvísur XI
Þerriblaðsvísur XII
Þerriblaðsvísur XIII