Þerriblaðsvísur XVI eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um “pennann, blekið og þerriblaðið”. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Þorsteins Erlingssonar.

XVI
Frá Englum og Þjóðverjum gæfan oss gaf
hin gagndræpu blöðin, sem þerra.
Það blek, sem þau leirburði uppsugu af,
það er ekki smáræði, herra.
Sem Danskurinn útsýgur íslenska þjóð,
og andann þurrkar upp trúin,
sem ígla sýgur upp sjúks manns blóð,
svo sjúga þau. – Nú er ég búinn.

Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn, hvað þeir vilja.
Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja.
Svo tókst þeim að meiða’ hana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja;
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf –
það gengur allt lakar að skilja.

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X
Þerriblaðsvísur XI
Þerriblaðsvísur XII
Þerriblaðsvísur XIII
Þerriblaðsvísur XIV
Þerriblaðsvísur XV