Er sólin hnígur eftir Hannes Hafstein

Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðum blæ
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.

í hinztu geislum hljótt þeir nálgast þá,
að huga þínum veifa mjúkum svala.
Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá,
í hjarta þínu byrjar Ijúft að tala.

Og tárin sem þá væta vanga þinn,
er vökvan, send frá lifsins æðsta brunni.
Þau líða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna Ijúft á munni.

Þá líður nóttin Ijúfum draumum í,
svo ljúft, að kuldagust þú finnur eigi,
og fyrr en veiztu röðull rís á ný,
og roðinn Iýsir yfir nýjum degi.