Svo skemmtilega vill til að teknar voru myndir inni fyrir á Grundarstíg 10 í tengslum við tvær útgáfur á vegum hljómsveitarinnar Amiinu. Það er annars vegar geisladiskurinn Puzzle og hins vegar What are we waiting for?
Ef kíkt er inn á vefsíðu Amiinu má sjá myndir af forsíðum útgáfanna tveggja, teknar upp á háalofti þar sem einn veggurinn er skemmtilega settur saman úr afgangsviðarbútum sem njóta sín fullkomlega á þessum fallegu myndum. Þess má geta að þessi veggur verður í hávegum hafður á loftinu þegar viðgerðum lýkur á húsinu.