Eftirprentun af málverki eftir Hannes Hafstein.

Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir Lentz með eftirprentunina af málverki Hannesar.

Ragnheiður Sigurðardóttir Lentz, einn afkomenda Hannesar Hafstein og eiginmaður hennar, Walter Lentz, færðu Hannesarholti góða gjöf á dögunum. Um er að ræða eftirprentun af málverki Hannesar Hafstein frá teiti í Menntaskólanum í Reykjavík. Verkinu hefur verið komið fyrir á 1. hæð hússins að Grundarstíg 10.

Þau hjónin eru í hópi hollvina Hannesarholts.