Ávaxtasalat

ÁvaxtasalatHannesarholt óskar eftir kostakokki í starf framreiðslustjóra eldhússins.   Stofnunin tekur til starfa nú í haust og þar verður rekin fjölbreytt starfsemi frá morgni til kvölds; meðal annars kaffihús frá kl. 10-18, aðstaða er til fundahalda og boðið verður upp margvíslega listviðburði og fræðslu í nýjum og glæsilegum sal hússins.

Starf kokksins felst í því að setja saman matseðil fyrir kaffihús staðarins, bjóða upp á heitan rétt(i) í hádeginu, annast veitingar fyrir gesti í fundarherbergjum og mögulega sjá um matreiðslu í tengslum við fræðslu- og listviðburði.
Hannesarholt er ný og metnaðarfull stofnun sem sem vill leggja sitt að mörkum til að bæta íslenskt samfélag en í skipulagsskrá Hannesarholts stendur m.a.  að:

  • Tilgangur stofnunarinnar er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku  samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar samræðu um samfélagsleg málefni.  Einnig að hlúa að og skapa rými fyrir uppbyggjandi mannlíf og menningarstarfsemi.

Hannesarholt hyggst m.a. beina sjónum gesta sinna að fyrstu árum borgarsamfélagsins á Íslandi, árunum kringum 1904 þegar Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann og þéttbýli var í mótun.

Mikilvægt er að rekstur eldhúss Hannesarholts sé í samræmi við grunngildi stofnunarinnar.  Þar  verður  vandað til; notað gott og heilnæmt hráefni og alúð lögð í matseld og alla umgjörð þannig að bæði starfsmenn og gestir staðarins njóti verunnar.

Launakjör verða eftir samkomulagi en miðað er við að viðkomandi fái föst grunnlaun auk hluta hagnaðar af sölu veitinga.

Nánari upplýsingar veitir Lára Jónsdóttir, forstöðumaður Hannesarholts í síma 511 1904 eða í 895 9177.

Ljósmynd: Marisa DeMeglio.