Vöfflukaffi á Menningarnótt 2009

Vöfflukaffi á Menningarnótt 2009Hannesarholt tekur nú öðru sinni þátt í vöfflukaffi á Menningarnótt og býður gestum og gangandi í vöfflukaffi milli kl. 14 – 16 laugardaginn 18. ágúst.

Auk kaffis og meðlætis munu verða á staðnum þeir sem hafa haft veg og vanda af að halda utanum framkvæmdir við húsið. Einnig hefur heyrst af nokkrum fótafimum danspörum sem munu líta við fljótlega uppúr kl. tvö og taka nokkur tangóspor.

Fimmtudaginn 16. ágúst, tók til starfa hjá Hannesarholti, Lára Jónsdóttir, sem mun veita stofnuninni forstöðu.

Það væri ánægjulegt að sjá sem flesta á Grundarstíg 10 á laugardaginn milli kl.14-16.