Lára Jónsdóttir var nýverið ráðin forstöðumaður Hannesarholts og hefur með höndum daglegan rekstur stofnunarinnar. Þá hefur Björg Björnsdóttir verið ráðin í hálft starf sem verkefnisstjóri. Lára starfaði í 10 ár sem framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar á Íslandi en þar áður í 6 ár hjá Rauða krossi Íslands. Lára er kennari og endurhæfingarráðgjafi að mennt. Björg hefur unnið að markaðs- og kynningarmálum undanfarin 12 ár, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu, Háskóla Íslands og Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Hún er blaðamaður að mennt.