Þau gengu tvö um gróinn blómareit

með glöðu bragði

og bjarta meyjan blítt til sveinsins leit

og brosljúf sagði:

 

„Jeg nefni öllum ástarnöfnum þig,

og á ei fleiri.

En frá þjer ekkert fallegt orð um mig

jeg fæ nje heyri“.

 

„Jeg nefni þig með gælu-orðum ei,

því allt hið ljúfa

af þínu nafni nefna hlýt jeg, mey

og nafn til búa“.