Brekkur eru oftast lægri
upp að fara, en til að sjá.
Einstig reynast einatt hægri
en þau sýnast neðan frá.
Himinglæfur brattar, breiðar
bátnum skila’, ef lags er gætt.
Flestar elfur reynast reiðar,
rétt og djarft ef brot er þrætt.
Tíðum eyðir allri samræmd
afls og þols: að hika sér.
Kvíðinn heftir hálfa framkvæmd.
Hálfur sigur þorið er.
Klíf í brattann! Beit í vindinn,
brotin þræð og hika ei!
Hik er aðal erfðasyndin.
Út í stríðið, sveinn og mey!