Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn tillögu að nafni fyrir nýjan fjölnota sal Hannesarholts. Frestur til þátttöku er til 28. febrúar nk. en nú þegar hafa borist ríflega hundrað tillögur. Sérstök valnefnd mun fara yfir tillögurnar og verða niðurstöður kynntar í byrjun mars. Hægt er að senda nöfn  inn á hannesarholt@hannesarholt.is eða hafa samband í síma 5111904.