Já, láttu gamminn geysa fram

í gegnum lífsins öldur;

þótt upp þær stundum hefji hramm

ei hræðstu þeirra gnöldur.

Sjá, hvílík brotnar báru mergð

á byrðing einum traustum,

ef skipið aðeins fer í ferð,

en fúnar ekki’ í naustum.

 

Og mundu, þótt í votri vör

þú velkist fyrir sandi,

að bylgjur þær, sem brjóta knör,

þær bera þó að landi,

og stormur þurrkar segl í svip,

þótt setji’ um stund í bleyti,

og – alltaf má fá annað skip

og annað föruneyti.