Yndisstundir_hugleidsla_djupslokunMánudaginn 22. apríl hefjast endurnærandi yndisstundir fyrir konur á öllum aldri þar sem leidd hugleiðsla eða djúpslökun við lifandi tónlist skapa einstaka upplifun.

Yndisstundirnar eru opnar öllum konum og standa frá kl. 16.45-17.30 en húsið opnar kl. 16.30. Gengið er inn frá Skálholtsstíg. Alls er um fjögur skipti að ræða, 22. og 29. apríl og 6. og 13. maí. Það eru þær Anna Ingólfsdóttir jógakennari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Stefanía Ólafsdóttir hugleiðsluleiðbeinandi sem halda utan um yndisstundirnar.

Ýmist verður boðið upp á djúpslökun (22. apríl og 6. maí) eða hugleiðslu (29. apríl og 13. maí). Í djúpslökun verða konur að mæta með teppi og kodda. Eftir stundirnar er hægt að staldra við í rólegheitum í fallegum húsakynnum Hannesarholts og borða saman súpu og brauð.

Verð fyrir yndisstundina er 2.000 kr. skiptið og 2.850 kr. með súpu og brauði. Einnig er hægt að kaupa allar fjórar yndisstundirnar á 7.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Anna Ingólfsdóttir í síma 8939723.