Blessuð sólin elskar allt,

allt með kossi vekur;

haginn grænn og hjarnið kalt

hennar ástum tekur.

 

Geislar hennar út um allt

eitt og sama skrifa

á hagann grænan, hjarnið kalt:

„Himneskt er að lifa“.