Hannesarholt hefur í sumar boðið uppá gönguferðir fyrir ferðamenn með innsýn í fyrstu ár borgarmenningar á Íslandi í upphafi 19. aldar. Í vetur mun áfram vera boðið uppá þessar gönguferðir eftir samkomulagi, með leiðsögn á íslensku eða ensku.

Gönguferðirnar hefjast í Hannesarholti að Grundarstíg 10 þar sem gestum er boðið að fræðast um Hannes Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrann, og húsið sem hann reisti árið 1915. Sýnd er stutt heimildamynd um Hannes og þá miklu breytingatíma í íslensku samfélagi sem hann lifði á. Þá verður gengið af stað um elsta hluta borgarinnar og sagt frá áhugaverðum sögulegum stöðum og viðburðum úr menningar- og bókmenntasögu Íslands.

Hægt er að bóka með því að hringja í 511-1904 eða senda töluvpóst á hannesarholt@hannesarholt.is