Jeg held jeg fari’ ekki’ að hengja mig

nje harma fram úr lagi,

þótt jeg um kveldið kyssti þig

og karlinn óvart sæi.

 

Það gengur víst enginn af göflum nje trú,

þótt gefi þvílíkt að heyra,

að jeg fjekk koss og koss fjekkst þú,

og hvað er svo um það meira?