Nú vakna skógar, skrýðist björk og eik,

og skæran fuglar hefja róm,

og þýðir vindar strjúka ljúft í leik

um lauf og blóm.

 

Jeg vildi’ eg fengi flutt þig, skógur, heim

í fjallahlíð og dalarann,

svo klæða mættir mold á stöðvum þeim,

er mest jeg ann.

 

Ó, gæti’ eg mjer í heitan hringstraum breytt

eins heitan eins og blóð mitt er,

þú, ættarland, og straummagn streymdi heitt

við strendur þjer,

 

og gæti’ eg andað eins og heitur blær

um alla sveit með vorsins róm,

þá skyldi þíðast allur ís og snær,

en aukast blóm.