Það er óþarfi að láta sér leiðast í sumarfríinu, þó sólin láti aðeins bíða eftir sér. Það má t.d leggja leið sína í Hannesarholt í dag kl. 17:00 og upplifa skemmtilega tónleika með píanóleikaranum og söngvaranum Kristjáni Hrannari. Hann leiðir okkur í mjög skemmtilega ferð um tónlistarsögu fyrri ára – og það má gjarnan syngja með! Við bjóðum upp á þrjár útfærslur; miði á tónleikana 2.500 kr. svo má koma á veitingastaðinn okkar fyrir tónleikana og fá kaffi og köku(miði ,kaffi og kaka) á 3.500 kr. Þriðji möguleikinn er miði á tónleikana og þríréttaður matur á Hótel Holti sem kostar 9.500 Endilega krækið ykkur í miða – miðasöluslóðin er þessi;http://midi.is/leit?s=hannesarholt