Kjartan Valdemarsson

Kjartan Valdemarsson

Það var sannarlega gaman að fá að hýsa þrenna tónleika Jasshátíðar Reykjavíkur 2013. Vernharður Linnet jassgagnrýnandi Morgunblaðsins er afar ánægður með tónleikana sem fóru hér fram og sagði í umfjöllun sinni í Morgunblaðinu í dag 28. ágúst m.a um tónleika Eyþórs Gunnarssonar píanóleikara og Ara Braga Kárasonar trompetleikara „Það er ekki einleikið hvað það er notalegt að hlusta á tónlist í Hannesarholti – sérdeilis ef hún er af kammerjasskyninu, píanóið príma og hljómurinn einnig.“ Það verður ekki mikið betra.