Það verður mikið líf og fjör á Menningarnótt. Við opnum veitingahúsið kl. 11:00 og seljum þreyttum maraþonhlaupurum matarmikla grænmetissúpu og heimabakað brauð á 1.000 kr. Við höfum svo opið allan daginn og verðum með ýmislegt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, bökur,kjúklingasalat og alls konar girnilegar kökur sem henta bæði börnum og fullorðnum. Heimildarmyndin um Hannes Hafstein verður í gangi allan daginn í Hljóðbergi. Svo eigum við von á glæsilegum tangóhópi og rúsínan í pylsuendanum eru svo þessir dásamlegu tónleikar TVÆR FLAUTUR OG PÍANÓ í Hljóðberginu okkar kl. 19:30.Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!