Hannesarholt vex og dafnar og slítur barnsskónum. Um mánaðarmótin september – október flytur Borðstofan, veitingafyrirtæki í eigu Sveins Kjartanssonar matreiðslumanns, inn í húsið og tekur við rekstri eldhússins. Borðstofan og Hannesarholt verða í nánu samstarfi um alla viðburði. Vegna þessarra breytinga verður lokað frá miðvikudeginum 25.september til mánaðarmóta. Borðstofan í Hannesarholti opnar stundvíslega kl.11.30 þriðjudaginn 1.október.