Næstkomandi föstudag, 16. ágúst, opnum við veitingastaðinn ekki fyrr en kl. 13.

 

Mikið er um að vera næstu daga í Hannesarholti.  Jazz-hátíð Reykjavíkur verður með þrenna tónleika í Hljóðbergi; föstudaginn 16. (Sunna Gunnlaugs og Maartin Ornstein), sunnudaginn 18. (Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason) og miðvikudaginn 21. (Kjartan Valdemarsson).

 

Sunnudaginn 18. verður kaffihúsið opið milli 14 og 17, eins og vant er. Kl. 16 verður málstofa um tónlist Arvo Pärt i Hljóðbergi á vegum Kirkjulistahátíðar (Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv).

 

Mánudaginn 19. verða mánudagstónleikar Hannesarholts í fimum höndum Svavars Knúts, kl. 17.

 

SVAVAR KNUTUR

Svavar Knútur spilar á mánudagstónleikum.

 

Sjáumst í Hannesarholti.