Nú iðar allt af lífi og fjöri hér í Hannesarholti og hver stórviðburðurinn rekur annan. Í kvöld verða hér sérlega góðir  gestir á fjölþjóðlegu ljóðakvöldi. Þarna eru stórkanónur á ferð, Jón Kalman Stefánsson, Einar Már Guðmundsson, Þór Stefánsson og Anna S. Björnsdóttir og glæsilegir fulltrúar frá Norðurlöndunum og Trinidad. Léttar veitingar í hléi og aðgangur er aðeins 2.500 kr. Fimmtudags- og föstudagskvöld tökum við stolt á móti Tríói Sunnu Gunnlaugs með útgáfutónleika vegna útkomu disksins Distilled sem hlotið hefur frábærar viðtökur víða um heim. Sem sagt ,ærin ástæða til að leggja leið sína hingað í Hannesarholt og njóta menningar og lista. Að lokum viljum við geta þess að nú standa yfir nokkrar breytingar á veitingastaðnum okkar og þann 1. október mun meistarkokkurinn Sveinn Kjartansson ljúka upp dyrum á nýjum veitingastað hér í húsi sem hlotið hefur nafnið Borðstofan. Ekki er að efa að þar verða töfraðir fram dýrlegir réttir alla daga vikunnar. Hlökkum til að sjá ykkur!IMG_0843_©Karólína_Thorarensen