Hérmeð fer í loftið nýr vefur Hannesarholts, sem byggir á þeim fyrri, sem var settur upp af  Margréti Gunnarsdóttur áður en húsið opnaði, og þjónaði fyrst og fremst þeim tilgangi að halda utanum sögulegan fróðleik og annað grúsk sem unnið var innanhúss.

Nýji vefurinn er unnin af Almarri Ormarssyni, Helgu Gerði Magnúsdóttur, Björgu Björnsdóttur og Sigurjóni Ólafssyni með það í huga að þjóna betur þeirri starfssemi sem nú fer fram í húsinu. Lögð hefur verið áhersla á að öllu sé haldið til haga af gamla vefnum.