Þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Sigurbjörg Karlsdóttir verða með sagnakvöld í Hljóðbergi n.k. sunnudagskvöld kl. 20:00. Þær munu segja sögur af formæðrum og bjóða síðan öllum viðstöddum að taka þátt í einfaldri athöfn til að heiðra formæður sínar. Allir eru velkomnir, konur og karlar, ekki þarf að bóka. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Í framhaldi af sagnakvöldinu verður námskeið hér í Hannesarholti eingöngu ætlað konum. Þátttakendur vinna með sögur sinna formæðra, raða saman þekkingu og minningarbrotum í heilstæða sögu og segja hana. Námskeiðið verður eftirtalin kvöld; 10. 17. og 24. september kl. 19:30 — 22:00. Kynningarverð er kr. 10.000 og er sagnakvöldið innifalið.
Nánari upplýsingar og skráning: www.ildi.is símar 866 5527 og 6942785