Hannesarholt tekur þátt í fyrstu Lestrarhátíð Bókmenntaborgarinnar, með tónleikum tileinkuðum “Borgarskáldinu Tómasi,” þar sem ævi hans og höfundarverki verður gerð nokkur skil. Á tónleikunum sem nefnast: „Borgarskáldið Tómas,“ munu þrír ungir tónlistarmenn gera efninu skil í tali og tónum, en það eru sópranarnir Margrét Hannesdóttir og Una Dóra Þorbjörnsdóttir og píanistinn Sigurður Helgi Oddsson. Tónleikarnir hefjast kl.20 miðvikudaginn 9.október og verða miðar verða seldir á staðnum og kosta IKR 1500