Arnór Víkingsson sagði frá fyrirlestraröðinni “Hvernig heilsast þjóðinni?” á Bylgjunni kl.07.35 15.október og í síðdegisútvarpinu á Rás 2 hjá Guðrúnu Gunnars, kl.16.19 þann 15.október 2013.

Í þessum fyrsta fyrirlestri verður var grein fyrir einni undursamlegustu sköpun lífsins:  Verkjakerfi líkamans.  Rætt var um hvernig verkir hjálpa okkur til að lifa af, þrífast og þroskast.   En einnig var fjallað um verki sem vanheilsu eða sjúkdóm; sennilega eina af tveimur algengustu ástæðum slakra lífsgæða vegna heilsubrests. Húsfyllir var og góður rómur gerður að fyrirlestrinum. Ekki er loku fyrir það skotið að hann verði endurtekinn innan tíðar.