![IMG_0230](https://hannesarholt.is/wp-content/uploads/2013/10/IMG_0230.jpg)
Fyrsti starfsdagur Borðstofunnar er nú liðinn og býður Hannesarholt Svein Kjartansson og hans fólk velkomið á heimilið. Þessi mynd náðist af Sveini og Jóhönnu aðstoðarkonu hans við að matbúa fyrsta hádegisverðinn. Gleðin leynir sér ekki hjá listamanninum og né heldur hjá þeim sem nutu matarins.