Nú getum við farið að hlakka til næstu tónlistarviðburða. Björn Thoroddssen leikur af list 31.október, eins og nánar má lesa um hér til hliðar. Sunnudaginn 3.nóvember tökum við öll undir með Þórunni Björnsdóttur, Jóni Rafnssyni og Karli Olgeirssyni og syngjum saman af hjartans lyst okkar hjartkærustu sönglög með texta á tjaldi, ef vera kynni að við höfum gleymt einhverjum textum. Kjörið tækifæri til að taka með sér þá sem við viljum að deila arfinum með, unga fólkið og aðflutta. Svona var gaman á fyrstu söngstundinni: http://youtu.be/Dmzbs28RWQ4