Á góðri stund með Bizet og vinum:
Í tilefni af því að nú líður senn að frumsýningu á óperunni Carmen eftir Bizet fékk Elsa Waage söngkona að fá til sín góða gesti í Hljóðberg. Þau ræddu um Bizet og tíðarandann sem óperan Carmen spratt upp úr. Meðal gesta var leikstjórinn Jamie Hayes, sem stjórnar uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen í Hörpu og Stefán Baldursson, óperustjóri. Tóndæmi voru flutt af Youtube og einnig fengu áhorfendur að njóta lifandi flutnings á aríum úr Carmen, flutta af Elsu Waage, Rósalind Gísladóttur og Alexöndru Cernishovu. Var enginn svikinn af flutningi þeirra og fóru viðstaddir frá borði með brjóstið fullt af dýpt og hlýju.