Miðvikudaginn 23.október mun prjónaskapur á vegum Göngum saman ráða ríkjum  í Hannesarholti í eftirmiðdaginn, en listin tekur yfir eftir að rökkva tekur. Forsmekkurinn sem útsendari Hannesarholts fékk af verkum Guðrúnar Kristjansdóttur í Hallgrímskirkju fyrir skemmstu lofaði góðu, og eftirvænting eftir meiru slíku hefur yfirtekið hugann.  Guðni Tómasson er vís til að leiða gesti inní ævintýralendur listarinnar í smiðju hennar. Vatnið á huga njótandans þessa stundina og þorsti eftir meiru slíku.