Næstu dagar verða viðburðaríkir í Hannesarholti. Sunnudaginn 13.október ræður söngurinn ríkjum, fyrst samsöngur kl.16 fyrir alla áhugasama, og um kvöldið óperuspjall yfir kaffibolla með reyndum og upprennandi söngvurum og leikstjóra. Mánudagurinn er helgaður bókmenntaspjalli, og verður Nonni – Pater Jón Sveinsson í brennidepli. Á þriðjudagskvöldið hefst fyrirlestraröð sem nefnist „Hvernig heilsast þjóðinni?“ og verður verkjakerfi líkamans umfjöllunarefni þessa kvölds. Nánar má lesa um þessa viðburði hér til hliðar á bláa borðanum. Borðstofan verður opin fram að viðburðum.