SYNGJUM SAMAN JÓLALÖGIN – söngskemmtun

í Hannesarholti sunnudaginn 8. desember kl. 16:00 – 17:00.

Þórunn Björnsdóttir, Ástvaldur Traustason og Jón Rafnsson.

Nú er komið að fjórðu og síðustu söngskemmtun í Hannesarholti á þessu ári. Það fjölgar stöðugt í hópi þeirra sem fá útrás í söngnum og halda út í tilveruna með gleði í hjarta. Þessi síðasta söngstund ársins verður að sjálfsögðu helguð jólunum og jólalög úr ýmsum áttum verða kyrjuð af hjartans lyst. Hinn margrómaði kórstjóri Þórunn Björnsdóttir, mun leiða sönginn,  Ástvaldur Traustason spilar undir á píanó  og Jón Rafnsson á bassa. Textar munu birtast á skjá. Aðgangseyrir er  1000 kr.  Hægt er að tryggja sér miða á midi.is

Allir eru hjartanlega velkomnir – ungir sem aldnir.

Borðstofan verður opin á fyrstu hæð hússins, og upplagt að fá sér kaffi og meðlæti á undan eða eftir.