Laugardagurinn bíður óþreyjufullur eftir öllum þeim sem vilja taka þátt í frábæru framtaki þeirra sem standa að Sól í Togo, og hafa hengt listaverk á veggi í Hannesarholti, sem munu hanga uppi í eina viku, þar til þau verða boðin upp til styrktar framtakinu. Hátíðin mun byrja kl.17.

Sunnudagurinn heilsar með tvennum tónleikum, fyrst endurteknum Britten tónleikum Hlínar Pétursdóttur Behrens og Gerrits Shuil frá föstudagskvöldinu kl.11, og síðan kl.14 stígur Margrét Sigurðardóttir á stokk ásamt hljómsveit og gleður gesti með söng af eldri gerðinni.

Vikan heldur áfram í sama takti, tónlist og gleði í fyrirrúmi, mánudag, miðvikudag og fimmtudag og svo listaverkauppboðið á laugardag.

Nánari upplýsingar á: http://uppbod.solitogo.org